Friday 13 April 2012

Snúruaffelling

Stundum eru gömlu hefðbundnu leiðirnar í prjónaskap góðar en stundum geta þær verið hamlandi. Það getur alveg verið ágætt að hafa bara hefðbundið stroff neðan á peysu og einnig í hálsmálinu en stundum á það bara ekki við. Stroffhálsmál sem er svolítið flegið getur til dæmis virkað eins og það hafi sigið og tognað. 

Sóllilja
Einhvern tímann þegar ég var að prjóna vesti datt mér í hug að setja á það snúrukant. Og viti menn, útkoman var bara flott. Síðan þá hef ég oft notað snúrukant eða snúruaffellingu þegar ég geng frá í hálsmáli. Það er mjög auðvelt að gera slíkt. Maður þarf bara að hafa lifandi lykkjur, þ.e. annað hvort þarf maður að eiga eftir að fella af eða maður tekur upp lykkjur á þeim kanti sem á að vera með snúru.

Svona skaltu fara að:
Fitjaðu upp 3 lykkjur með litnum sem þú ætlar að hafa á snúrunni. Færðu þær á prjóninn sem þú ert með í vinstri hendi. *Prjónaðu tvær sléttar lykkjur, prjónaðu síðan næstu tvær lykkjur saman með því að stinga prjóninum aftan í lykkjurnar (frá hægri til vinstri). Færðu þessar þrjár lykkjur  sem nú eru á hægri prjóninum til baka á vinstri prjóninn.* Endutaktu frá * til * þar til þrjár lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónaðu þær og lykkjaðu/saumu kantendana saman. Svo er upplagagt að kíkja á myndbandið hér og skoða þetta betur.

Hér sjáið þið tvær blómarósir í vestinu Sóllilju sem var það fyrsta sem ég hannað með snúrukanti/súruaffellingu, eða ætti ég heldur að kalla þetta stutterma peysu. Fleiri uppskriftir eftir mig getur þú fundið hér.

2 comments:

  1. Bjargaðir mér alveg núna var að fella af peysu í gærkvöldi og var ekki sátt við hana. Tek það upp og geri það svona :)

    ReplyDelete
  2. Þetta þarf ég að prufa takk takk

    ReplyDelete


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.