Fyrsta söluuppskriftin sem ég gerði var að peysunni Kul. Hún er án efa vinsælasta uppskriftin sem ég hef gert þótt margar hafi notið vinsælda. Peysuna prjónaði ég upphaflega úr einbandi og plötulopa en útfærði hana seinna fyrir tvöfaldan plötulopa og þannig er hún núna. Peysan er prjónuð á prjóna nr. 5,5 nema kantarnir neðan á peysunni og framan á ermunum, þá prjóna ég á fínni prjóna til að þeir verði ekki of víðir.
Munstrið í Kul er fljótprjónað þótt það sé frekar mikið og engir langir endar myndast. Í gráum og svörtum litum kemur litaröðunin sérlega vel út en mörgum finnst þó auðvelt að velja nýja liti í hana. Sjálf hef ég séð mjög margar útgáfur af henni sem mér hafa þótt flottar.
Uppskriftin er í mörgum stærðum: S, M, L, XL og XXL. Þær eru að sjálfsögðu allar með á blaðinu. Peysan er aðsniðin og fellur því fallega að líkamanum.

Fyrir þær sem ekki þola lopann nógu vel er upplagt að prjóna peysuna úr einföldum lopa og mohair. Það gefur sérlega mjúka og skemmtilega áferð.
Hægt er að panta þessa uppskrift og fleiri hjá mér með því að senda póst á prjonauppskriftir@gmail.com
Fleiri uppskriftir er að finna á facebooksíðu Prjónakistunnar. Þú kemst beint í albúmin með myndunum hér.
Sérlega fallegt munstur!
ReplyDeleteÓtrulega fallegt munnstur, á eftir að kaupa mér þessa uppskrift :)
ReplyDelete