
Kjólinn prjónaði ég úr alveg frábæru garni frá Garnbúð Gauju. Garnið kallast Thema Nuova og er ullargarn sem má þvo í þvottavél. Garnið er bæði mjúkt og prjónast ákaflega vel. Áferðin er falleg og verður jafnvel ennþá fallegri þegar búið er að þvo það.

Ég var nokkuð ánægð með útkomuna þegar ég var búin að prjóna kjólinn og flýtti mér að þvo hann enda gat ég vart beðið með að máta hann og sjá hvort hann færi vel. Lítill nágranni minn var síðan fenginn til að máta fyrir mig kjólinn. Hann reyndist heldur stór á hana enda trítlan litla smágerð. En ég var ánægð með útkomuna og sú litla var einnig ánægð í kjólnum.
Eins og allar uppskriftir þurfti þessi að fá nafn. Meðan ég prjónaði kjólinn setti ég reyndar vinnuheiti á uppskriftina eins og ég geri alltaf þegar ég bý til uppskriftir. Mér finnst nefnilega skemmtilegra að vera með uppskrift í höndunum sem heitir eitthvað, jafnvel þótt ég breyti nafninu seinna. Nafnið sem ég valdi sem vinnuheiti var Little Miss Sunshine. Það er tilkomið vegna þess að persóna í bókasyrpu sem var vinsæl hjá krökkunum mínu var með þessu nafni og hún var gul á lit eins og einn aðallitur kjólsins. Á meðan ég prjónaði kjólinn datt mér svo oft þessi sniðuga stelpa í hug.
Nú er uppskriftin að þessum kjól tilbúin og ég hef valið henni nafnið Sólbjört. Þeir sem vilja geta fengið uppskriftina keypta. Ef þú vilt eignast hana þarftu að hafa samband við mig á prjonauppskriftir@gmail.com
Mér finnst hann eigi að heita Sóley :)
ReplyDeleteSting upp á "Sóllilja" á þennan yndislega fallega kjól :)
ReplyDeleteÆðislegur kjóll! Mér finnst munstrið minna mig á brumin á trjánum úti svo Brum gæti nú verið ágætis nafn :)
ReplyDeleteÆðislegur þessi kjóll, vor er ágætis nafn á kjólinn.
ReplyDeleteLitla Sunna
ReplyDelete:o) sóldís
ReplyDelete