Friday, 7 June 2013

Múrsteinahúfan - frí uppskriftÉg hef búið til nokkuð margar uppskriftir frá því ég byrjaði á því. Þessar uppskriftir hafa bæði verið af peysum, húfum, vettlingu, sokkum og líka af ýmsu öðru. Uppskriftirnar hef ég selt á síðu prjónakistunnar og þú getur skoðað þær hér.
Stundum hef ég haft uppskriftirnar fríar og birt þær hér í blogginu. Í dag ætla ég að birta uppskrift að húfu sem ég gerði upphaflega sem samprjónsverkefni í Prjónakistunnni.

Múrsteinahúfa


Stærð 47 (53) cm

Áætluð garnþörf:
Steinbach Wolle - Sport
1 dokkur í aðallit
1 dokka í munsturlit

Prjónar og heklunál
Hringprjónn nr. 5, 40 cm
auk sokkaprjóna í sömu stærð.
Heklunál nr. 4.

Prjónafesta

15 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni. Kannaðu prjónfestu til að spara tíma
  

Aðferð

Húfan er prjónuð í hring, lykkjur er síðan teknar upp og eyrun prjónuð.

Húfa - Uppskriftin

Fitjaðu upp  70 (80) lykkjur með aðallit á 40 cm  hringprjón nr. 5. Tengdu saman í hring.

1.- 6 .umf: Prjónað með aðallit. Slétt prjón út umferðina.

7. umf: Prjónað með munsturlit. *Taktu 2 lykkjur óprjónaðar af prjóninum, farðu í þær eins og þú værir að prjóna brugðið (frá hægri til vinstri). Prjónaðu 8 sléttar lykkjur*; endurtaktu frá *til* út umferðina.

8.-11. umf: Prjónað með munsturlit. *Taktu 2 lykkjur óprjónaðar af prjóninum. Prjónaðu 8 brugðnar lykkjur*; endurtaktu frá *til* út umferðina.

12.-14. umf: Prjónað með aðallit. Slétt prjón út umferðina.

15. umf: Prjónað með munsturlit. Prjónaðu 5 sléttar lykkjur. *Taktu 2 lykkjur óprjónaðar af prjóninum. Prjónaðu 8 sléttar lykkjur*; endurtaktu frá *til* að síðustu 5 lykkjunum, taktu 2 óprjónaðar og prjónaðu 3 sléttar.

16.-19. umf: Prjónað með munsturlit. Prjónaðu 5 brugðnar lykkjur. *Taktu 2 lykkjur óprjónaðar af prjóninum. Prjónaðu 8 brugðnar lykkjur*; endurtaktu frá *til* að síðustu 5 lykkjunum, taktu 2 óprjónaðar og prjónaðu 3 brugðnar.

20.-22. umf: Prjónað með aðallit. Slétt prjón út umferðina.

23.-27. umf: Eins og 7.-11. umferð.

28.-37. umf: Hér eftir er húfan eingöngu prjónuð með aðallit. Slétt prjón út umferðina.

38. umf: *Prjónaðu 11 (13) lykkjur, taktu 1 óprjónaða lykkju af prjóninum, prjónaðu 2 lykkjur saman, steyptu óprjónuðu lykkjunni yfir.* Endurtaktu frá *til* út umferðina.

39-40. umf: Slétt prjón út umferðina.

41. umf: Eins og umf. 38 nema nú eru lykkjurnar sem prjónaðar eru í upphafi og milli úrtaka tveimur færri.

42-43. umf: Slétt prjón út umferðina.

44. og áfram: Frá og með þessari umferð er tekið út í annarri hverri umferð og því aðeins prjónuð ein slétt umferð á milli úrtökuumferða. Þegar 10 lykkjur eru eftir á prjónunum slítur þú frá og dregur bandið í gegn.
Ath: Skiptu yfir i sokkaprjóna þegar lykkjurnar eru orðnar of fáar fyrir hringprjóninn.

Eyru  

 Lykkjuskiptingin á húfunni  13 (16) L (bak) 17 (19) L (eyra) 23 (26) L (fram) 17 (19) L (eyra)


Eyrun eru prjónuð fram og til baka, slétt á réttu en brugðið á röngu. Fyrsta lykkja umferðar er ávallt prjónuð brugðin en sú síðasta slétt.

Taktu upp 19 lykkjur með sokkaprjóni 8 lykkjum frá uppfiti (þ.e. 8 lykkjum frá miðju að aftan).
1. umf: (bakhlið) Prjónaðu fyrstu lykkjuna brugðna og síðustu lykkjuna slétta en að öðru leyti brugðið út umferðina.

2. umf: (fram) Fyrsta lykkjan er brugðin. Prjónaðu slétt prjón út umferðina.

3.-5. umf. Endurtaktu 1.-2. umf.

6.umf: Prjónaðu 2 lykkjur, taktu 1 lykkju óprjónaða, prjónaðu næstu  lykkju, steyptu óprjónuðu lykkjunum yfir, prjónaðu þar til 4 lykkjur eru eftir af umferðinni; prjónaðu 2 lykkjur saman og endaðu á 2 sléttum lykkjum.

7.umf: Eins og 1. umf.

8.umf og áfram: Endurtaktu umf. 6 og 7 þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónaðu þá 2 lykkjur, taktu 2 óprjónaðar fram af, prjónaðu 1 lykkju og steyptu þessum 2 óprjónuðu yfir. Dragðu bandið í gegn og hertu að.

Farðu eins að við hitt eyrað og athugaðu að það eru 23 (26) lykkjur á framstykkinu milli eyrnanna og 13 (16) lykkjur á milli á bakhluta húfunnar.


Heklaður kantur

Heklaðu fastapinna  hringinn í kringum húfuna með einföldu bandi. Gott er að hekla ekki of þétt, (1,5 lykkjur á milli) og fara niður í aðra lykkju til að fá sem stærsta fastapinna.

Fléttur
Klipptu 6  bönd í hvorum lit 60 - 70 cm löng af munstur- og aðallit fyrir hverja fléttu. Dragðu böndin í gegnum eyrun neðst á húfunni  (u.þ.b. 1 cm ofan við kant) þannig að þau verði jafnlöng báðum megin og einnig í húfukollinn. Skiptu böndunum á hverjum stað í þrennt og fléttaðu þau. Gerðu hnút á bandið neðarlega og jafnaðu endana. 

Breytingar á stærðum:

Ef þú vilt breyta stærðinni á húfunni og gera hana minni eða stærri þarftu að huga að eftirfarandi:
¨ Munstrið byggir á 10 lykkjum og því þarf að fækka eða fjölga um 10 lykkjur í uppfiti.
¨ Ef húfan er minnkuð gæti þurft að minnka dýptina á húfunni með því að fækka umferðum í upphafi og eftir munstur en fjölga ef hún er stækkuð.

 
Frágangur
Gakktu frá endum og húfan er tilbúin til notkunar. Upplagt er samt að fóðra húfuna með mjúku flísefni til að gera hana ennþá hlýrri. Þá leggur þú húfuna á efnið og sníður eftir henni. Ekki gera ráð fyrir saumfari þar sem innri húfan þarf að vera heldur minni en sú ytri. Saumaðu flísefnið  við í höndunum við heklaða kantinn. No comments:

Post a Comment


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.