Í dag er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagurJónasar Hallgrímssonar skálds og nýyrðasnillings. Á þessum degi hugleiða margir falleg orð sem til eru í tungumálinu okkar. Þess vegna valdi ég pistlinum heitið Skafrenningur, enda finnst mér það sérlega áhugavert orð þótt veðrið sem það lýsir sé mér ekki að skapi.
Þegar kominn er 16. nóvember er líka kominn sá tími árs sem
vænta má leiðinda í veðurfari. Í dag er kalt, snjór er yfir öllu og sumarfötin duga alls ekki lengur. Í morgun langaði mig til að vefja um hálsinn á mér hlýjum prjónuðum kraga til að verjast næðingnum en átti ekki neinn. Já, við erum ekki alltaf tilbúin með vetrarfatnaðinn þegar fyrsta kuldakastið kemur. Því ákvað ég að koma í dag með uppskrift að kraga sem væri allt í senn, fallegur, fljótprjónaður og
auðveldur.
En kraginn er ekki bara sérlega fljótprjónaður, hann er líka góð æfing í að taka út til vinstri. Tvær leiðir eru algengastar við slíkar úrtökur og eru þær báðar útskýrðar hér að neðan. Þær gefa sömu, eða svipaða útkomu en misjafnt er hvað hverjum fellur í geð. Veldu bara þá leið sem þú vilt. Sjálf nota ég
oftast aðferðina sem ég kýs að kalla ttp (sbr. ssk á ensku).
Úrtaka til vinstri
Tvær aðferðir eru algengastar þegar tekið er út
til vinstri:
1.
Taktu eina
lykkju óprjónaða af prjóninum, prjónaðu næstu lykkju og steyptu síðan óprjónuðu
lykkjunni yfir hana.
2.
Taka, taka,
prjóna (ttp): - Taktu 2 lykkjur
óprjónaðar af prjóninum (eina í einu) stingdu vinstri prjóninum í lykkjurnar og
prjónaðu þær saman með því að fara aftan í þær.
Þetta myndband sýnir hvernig ttk (ssk) er gert:
Þetta myndband sýnir hvernig ttk (ssk) er gert:
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=fUoOybvJeKg
Fitjaðu upp á hringprjón
nr 6, 74 lykkjur fyrir einfaldan kraga en 149 lykkjur fyrir tvöfaldan,
þ.e. kraga sem á að vefja um hálsinn. Tengdu saman í hring. Ef
þú vilt breyta lykkjufjölda miðaðu þá við að fitja upp margfeldi af 5 og bættu
síðan 4 lykkjum við.
Myndin er af munstrinu. Allar umferðir eru
prjónaðar eins. Þú slærð bandi upp á prjóninn, prjónar tvær lykkjur saman til
vinstri, prjónar síðan 3 lykkjur sléttar. Þetta endurtekur þú þar til
þeirri hæð er náð sem þú vilt hafa á kraganum. Felldu þá af og gakktu frá endum.
Svo er líka hægt að prjóna kragann með halla til
hægri. Þá er farið svona að:
Allar umferðir eru eins: Prjónaðu 3 lykkjur sléttar, prjónaðu 2 lykkjur
saman, sláðu bandi um prjóninn.
