Sunday 7 April 2013

Snædís

Snædís er nýjast uppskriftin mín. Hún samanstendur af þremur stykkjum sem nota má sem sett eða hvert í sínu lagi. Húfa og vettlingar eru auðvitað ekki það sem við erum að fara að nota á næstu mánuðum, sem betur fer. Það getur þó verið gott að vera tilbúinn með slíkt þegar vetur gengur aftur í garð. Já og svo er bara frábært að byrja strax að prjóna í jólagjafir. 

Sumarið okkar er ekki svo gott að við þurfum ekki stundum að skella yfir okkur léttu sjali, eða ermum. Sjalið í uppskriftinni gefur fjölmarga möguleika eins og myndirnar sýna.

Ef þig langar að eignast uppskriftina að þessu setti þá sendu póst á prjonauppskriftir@gmail.com 
Uppskriftin kostar 500 krónur og er rafræn.

Sjalið er hægt að hneppa að aftan og mynda þannig ermar.
Hefðbundið er að leggja sjal yfir axlirnar
Svona lítur sjalið út að framan þegar það er hneppt að aftan.

Auðvelt er að vefja sjalinu um höfuðið.


Þegar sjali er vafið um hálsinn verður útkoman of skemmtileg.

Sjalið orðið að ágætis kraga.
Húfa og kragi.

Góðir vettlingar standa alltaf  fyrir sínu.



4 comments:

  1. Mjög smart hönnun hjá þér! Mun kaupa uppskriftina.

    ReplyDelete
  2. Du har en inspirerande och intressant blogg.
    Gillar denna idé på väst-sjal-halsduken. Verkar som den går att ha till vad som helst.
    Ha en bra dag.

    ReplyDelete
  3. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.