Mig hefur lengi langað til að prjóna mér peysuna Þoku í dökkum lit og núna ætla ég að láta verða af því. Þessa peysu hannaði ég úr einbandi og einföldum plötulopa en að þessu sinni ætla ég að prjóna hana úr tvöföldum plötulopa. Ég er búin að velja mér kolsvartan lit sem aðallit og svo ætla ég að hafa munstrið ljóst og blátt. Um helgina ætla ég svo að skrá í dagbókina tvisvar á dag og setja inn mynd af því hvar ég er stödd í prjónaskapnum.
27. apríl
Ég fitjaði á peysunni í morgun. Að þessu sinni byrjaði ég á bolnum þótt svo að venjulega byrji ég á ermunum. Ég rétt náði að prjóna stroffið og örlítið af slétta kaflanum áður en ég þurfti að fara í vinnuna.
Seinni partinn hafði ég ýmsum hnöppum að hneppa og komst því ekki í að prjóna en stefni á að sitja við í kvöld og reyna að komsta sem lengst áfram með bolinn.
28. apríl
Í gærkvöldi sat ég og horfði á sjónvarpið og að sjálfsögðu var ég með prjónana á meðan. Ég sat við fram eftir kvöldi og þegar ég fór að sofa átti ég aðeins 11 cm eftir af bolnum. Eins og venjulega fór ég á fætur um hálf átta eins og ég geri flesta daga um helgar. Morgunstundirnar eru mínar uppáhalds stundir. Þá sest ég gjarnan niður og íhuga hvernig gærdagurinn hafi verið og hvað nýr dagur muni bera í skauti sér. Á þessum morgunstundum mínum er ég vön að prjóna og í morgun lauk ég þessum sentimetrum sem eftir voru af bolnum. Nú fyrst fer prjónaskapurinn að vera spennandi því nú tekur munstrið loksins við.
Á meðan ég sat í sófanum mínum og prjónaði þessa síðustu sentímetra af bolnum hugleiddi ég aldur fólks og hvað hugtakið aldur er afstætt. Í dag eru nákvæmlega þrjátíu og sex ár frá því eldri dóttir mín fæddist. Ég sjálf var barnung þótt ég teldi það ekki þá, aðeins átján ára. Mamma mín var einnig átján ára þegar ég fæddist þannig að hún var þrjátíu og sex ára þegar hún varð amma. Henni fannst hún ung amma, það fannst mér ekki enda óttalegur krakki og leit aldur allt öðrum augum en ég geri í dag. Núna þegar ég hugsa um dóttur mína og aldur hennar sé ég þetta allt í öðru ljósi.
Jæja, allt þokast þetta nú áfram. Í dag hef ég náð að sitja svolítið við þannig að ermarnar eru langt komnar. Munstrið tekur lengri tíma en slétta prjónið þannig að seinlegasti hluti ermanna er búinn. Sjálfsagt klára ég svo ermarnar í kvöld þegar ég sest niður aftur og vonandi eitthvað meira.
Eins og sést á myndinni valdi ég að hafa ljósgráan lit sem aðal munsturlitinn. Ég tel að sá litur komi betur út en alveg hvítur þar sem hann verður ekki jafn glannalegur með svona kolsvörtum lit. Það er þó auðvitað smekksatriði og sem betur fer er smekkur manna misjafn. Fyrir nokkrum árum hefði ég sjálfsagt valið mér hærusvartan lit í peysuna sem aðallit og hvítan og skærbláan í mustrið. En tímarnir breytast og mennirnir með.
29.apríl
Jæja, allt þokast þetta nú áfram. Í dag hef ég náð að sitja svolítið við þannig að ermarnar eru langt komnar. Munstrið tekur lengri tíma en slétta prjónið þannig að seinlegasti hluti ermanna er búinn. Sjálfsagt klára ég svo ermarnar í kvöld þegar ég sest niður aftur og vonandi eitthvað meira.
Eins og sést á myndinni valdi ég að hafa ljósgráan lit sem aðal munsturlitinn. Ég tel að sá litur komi betur út en alveg hvítur þar sem hann verður ekki jafn glannalegur með svona kolsvörtum lit. Það er þó auðvitað smekksatriði og sem betur fer er smekkur manna misjafn. Fyrir nokkrum árum hefði ég sjálfsagt valið mér hærusvartan lit í peysuna sem aðallit og hvítan og skærbláan í mustrið. En tímarnir breytast og mennirnir með.
29.apríl
Gærdagurinn reyndist drýgri í prjónaskapnum en ég hafði gert ráð fyrir. Mestu munaði að ég sat nokkuð mikið við sjónvarpið í gærkvöldi og var að sjáfsögðu með prjónana. Núna er ég því orðin spennt að klára. Ef allt gengur að óskum ætti það að takast í dag.
Um hádegi lauk ég loksins við að prjóna peysuna. Þá var ég búin að eyða tæplega 15 klukkustundum í vinnuna við hana og var ekki búin að fullu þar sem frágangur var allur eftir. Ég var að hugsa um á meðan ég prjónaði í morgun hvert tímakaup þeirra kvenna væri sem seldu peysur og sá það sem ég vissi auðvitað að þær væru ekki öfundsverðar af því kaupi.
Eftir hádegi tók frágangurinn við. Fyrst gekk eg frá endum og lykkjaði undir höndum. Mér finnst skipta afskaplega miklu máli að vanda sig við þetta. Lélegur frágangur getur nefnilega eyðilagt annars ágæta flík. Þegar ég lykkja sama hef ég hjálparbandið kyrrt í þar til ég er búin. Þá fyrst dreg ég það burt.
Um hádegi lauk ég loksins við að prjóna peysuna. Þá var ég búin að eyða tæplega 15 klukkustundum í vinnuna við hana og var ekki búin að fullu þar sem frágangur var allur eftir. Ég var að hugsa um á meðan ég prjónaði í morgun hvert tímakaup þeirra kvenna væri sem seldu peysur og sá það sem ég vissi auðvitað að þær væru ekki öfundsverðar af því kaupi.
Eftir hádegi tók frágangurinn við. Fyrst gekk eg frá endum og lykkjaði undir höndum. Mér finnst skipta afskaplega miklu máli að vanda sig við þetta. Lélegur frágangur getur nefnilega eyðilagt annars ágæta flík. Þegar ég lykkja sama hef ég hjálparbandið kyrrt í þar til ég er búin. Þá fyrst dreg ég það burt.
Síðan saumaði ég tvo þétta sauma sitt hvorum megin í brugðnu lykkjurnar framan á peysunni. Böndin í munstrinu á bolnum þarf auðvitað ekki að ganga frá þar sem saumavélin sér um að festa þau eins og öll önnur bönd í munstrinu. Eina sem þarf að hugsa um er að passa að þau komi út á milli lykkjanna tveggja og leggja þau til hliðar á meðan að verið er að sauma.
Og þá var ekkert annað eftir en að klippa peysuna í sundur, hekla kantinn og þvo hana. Ég heklaði með svörtu og ákvað að hafa ekki neinn lit til viðbótar í kantinum.
Og svo er bara að koma peysunni í þvottavélina. Það er ótrúlegur munur síðan ég uppgötvaði að það væri hægt að treysta þvottavélinni fyrir því sem annars hafði alltaf verið þvegið í höndunum. Á morgun verð ég vonandi með tilbúna mynd af peysunni til að setja hér inn.
Og svona lítur svo peysan út fullbúin. Ég setti á hana þrjár tölur efst og er ekki viss um að setja fleiri. Þetta eru rosalega flottar tölur úr kindavölum sem ég keypti á Sunnlenska sveitamarkaðinum sem var haldinn við Jötunvélar á Selfossi í fyrra. Vonandi verða svona tölur til sölu á markaðinum í ár en hann verður um næstu helgi.
Uppskriftina að þessari peysu er hægt að kaupa hjá mér á 500 krónur með því að senda mér póst á prjonauppskriftir@gmail.com
Uppskriftina að þessari peysu er hægt að kaupa hjá mér á 500 krónur með því að senda mér póst á prjonauppskriftir@gmail.com
Hey þetta er sniðugt... ég hef alltaf verið að ganga frá endunum í mynstrinu... prófa þetta næst :)
ReplyDeleteEkki lengi gert hjá þér :)
Sniðugt. :) Ætla sko að mæla tímann næst þegar ég prjóna lopapeysu, en er ekki svona fljót að prjóna, gæti aldrei klárað peysu á 15 tímum! Ætla líka að prófa þetta með endana. :)
ReplyDeleteSniðugt með endana.
ReplyDeleteÁ hvaða prógrammi þværðu peysuna í þvottavélinni?
Ég þvæ peysur á sérstöku ullar/silki prógrammi á 30°C.
ReplyDeletePrjónaði mér þessa.Hún þykir mjög falleg.
ReplyDelete