Í gær kvöddum við veturinn og trúlega ekki með miklum söknuði. Í hugum margra hefur hann verið langur og stundum strangur. En þó að sumarið sé framundan er upplagt að fitja upp á legghlífum og prjóna úti í sumarsólinni. Þær verða þá tilbúnar þegar fer að kólna aftur í veðri. Sumarið er jú svo ótrúlega stutt.
Legghlífarnar á myndinni eru prjónaðar úr Léttlopa og passa á granna kvenfætur.
Legghlífarnar á myndinni eru prjónaðar úr Léttlopa og passa á granna kvenfætur.
En þótt legghlífarnar komi flott út þegar þær eru prjónaðar úr Léttlopa þá eru þær ekki síðri þegar þær eru prjónaðar úr Mitu garni frá Ömmu mús eða öðru flottu garni. Þegar ég prjónaði garnútgáfuna af þeim notaði ég prjóna nr. 4 en stærðin sem uppskriftin gerir ráð fyrir er hálfu númeri stærri. Þá hafði ég líka einu munstri meira í legghlífunum (6 lykkjur) til að þær yrðu ekki of þröngar þegar prjónstærðin minnkaði.
Það passar að miða við 3 dokkur þegar garnmagnið er áætlað. Af Léttlopa er þó hægt að láta 2 duga er legghlífarnar eru hafðar 2-3 cm styttri en uppskriftin gerir ráð fyrir.
Legghlífar - uppskrift:
Efni:
3 dokkur Léttlopi
Sokkaprjónar nr. 3½ og 4½
Fitjaðu laust
upp með Léttlopa á prjóna nr. 4½, 48
lykkjur. Tengdu saman í hring. Prjónaðu stroff, 2 sléttar lykkjur og 2 brugðnar
til skiptis næstu 3 cm. Þá prjónar þú munstrið Maríutásur þar til heildarlengd
legghlífanna er orðin 33 cm. Þegar lengdinni er náð skaltu skipta yfir á prjóna
nr. 3 ½ og prjóna stroff næstu 7 cm.
Felldu þá af. Gakktu frá endum og skolaðu úr legghlífunum.
Maríutásur:
1.umferð: Prjónaðu 2 sléttar lykkjur og
1 brugðna til skiptis út umferðina.
2.umferð: Prjónaðu *2 sléttar lykkjur,
1 brugðna, sláðu bandi upp á prjóninn og prjónaðu næstu 2 lykkjur sléttar saman
og endaðu á 1 brugðinni lykkju*. Endurtaktu frá * til * út umferðina.
3.umferð: Prjónaðu 2 sléttar lykkjur og
1 brugðna til skiptis út umferðina.
4.umferð: Prjónaðu *2 sléttar lykkjur,
1 brugðna, taktu 1 lykkju óprjónaða fram af og prjónaðu næstu lykkju – steyptu
síðan óprjónuðu lykkjunni yfir hana, sláðu bandi upp á prjóninn og endaðu síðan
á 1 brugðinni lykkju*. Endurtaktu frá * til * út umferðina. (Athugaðu að þegar þú prjónar brugðna lykkju
beint á eftir uppslætti er í rauninni eins og þú sért að slá tvisvar upp á
bandið fyrir brugðnu lykkjuna).
Ef þú vilt stækka uppskriftina þarftu að
taka mið af því að hvert munstur er 6 lykkjur.
Munstrið Maríutásur er eitt af uppáhalds munstrunum mínum og ég hef notað það í margs konar stykki. Munstrið er sérlega auðvelt og fljótprjónað.
Svo væri gaman ef þið vilduð kommenta um bloggið hér fyrir neðan. Það er svo hvetjandi!
Svo væri gaman ef þið vilduð kommenta um bloggið hér fyrir neðan. Það er svo hvetjandi!
Gleðlegt sumar og takk fyrir uppskriftina, ætla að setja það á verkefnalistann í sumar :)
ReplyDeletegleðilegt sumar og takk fyrir sumargjöfina!!
ReplyDeleteFlottar legghlífar og gleðilegt sumar. :)
ReplyDeleteGleðilegt sumar - alltaf gaman að kíkja hér inn
ReplyDeleteFallegar legghlífar, nákvæmlega það sem mig vantar ég ætla að skella mér í verkefnið. Takk fyrir Kv. Agnes
ReplyDeleteFallegar legghlífar, nákvæmlega það sem mig vantar ég ætla að skella mér í verkefnið. Takk fyrir Kv. Agnes
ReplyDeleteSkemmtilegt prjónablogg og auðskiljanlegt fyrir alla takk fyrir og haltu endilega áfram
ReplyDeleteHlakka til að prjóna þessar hef aldrei prjónað þetta munstur :)
ReplyDelete