Í sokkana notaði ég Basak sem er blanda af ull og akríl og sokkaprjóna nr. 3,5. Stærðin er 8-10 ára.
Fitjaðu upp 42 lykkjur, tengdu í hring og prjónaðu 10 umf stroff, 1 slétt og ein brugðin til skiptis. Þegar stroffi er lokið prjónar þú eina umf með strofflit og eykur út um 3 lykkjur.
Prjónaðu nú eftir munstri. Athugaðu að þú þarft að lesa myndina ofan frá til að fuglinn snúi rétt á sokknum. Þegar þessu munstri lýkur slítur þú böndin og passar að hafa endana nógu langa til að geta gengið frá þeim.
Nú er komið að hælnum. Skiptu lykkjunum þannig að þú sért með 23 lykkjur fyrir hælinn og 22 á ristinni. Athugaðu að samskeytin á sokknum eiga að vera aftan á honum. Nú prjónar þú hælbakið fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Taktu fyrstu lykkjuna alltaf óprjónaða. Þú prjónar 20 umferðir (10 á réttu og 10 á röngu). Það er einnig hægt að taka aðrahverja lykkju óprjónaða í annarri umferðinni til að gera hælinn sterkari. Sokkarnir á myndinni eru með hæl þar sem þetta er gert.
Nú er komið að úrtökunni á hælnum.
Þú prjónar áfram fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni.
Óprjónaðar lykkjur á að taka fram af með því að stinga prjóninum í
lykkjuna frá hægri til vinstri (eins og brugðið). Þegar tvær lykkjur eru
prjónaðar saman sléttar til vinstri á að taka tvær lykkur af prjóninum,
eina í einu og prjóna þær svo saman aftan í (ssk sjá myndband).
21. umf. (Ranga) Taktu eina lykkju óprjónaða, prjónaðu 11 lykkjur brugðið, 2 brugðnar sama og að lokum 1
brugðna lykkju (8 lykkjur eru eftir á prjóninum). Snúðu við.
22.umf:
(Rétta) Taktu 1 lykkju óprjónaða af prjóninum með bandið fyrir aftan.
Prjónaðu 2 sléttar lykkjur, tvær sléttar saman til vinstri (SSK), 1
slétt. (8 lykkjur eru eftir á prjóninum). Snúðu við.
Hér eftir prjónar þú alltaf svona: 1 lykkja óprjónuð, prjónað þar til 1 lykkja er eftir að vikinu (staðnum sem þú snerir við á), prjónar þá 2 lykkjur saman, svo eina lykkju og snýrð við. Mundu að það er slétt prjón á réttu og brugðið á röngu. Prjónaðu svona, fram og til baka þar til þú hefur prjónað saman út í enda báðum megin og engin lykkja er eftir þegar úrtöku lýkur. Nú ættu að vera 13 lykkjur á prjóninum.
Nú er hælprjóni lokið og komið að því að prjóna aftur í hring. Prjónaðu 10 lykkjur upp af jaðrinum/kantinum á hælnum, 22 lykkjur af rist og prjónaðu upp aðrar 10 af hinum jaðri hælsins.
Nú eru 55 lykkjur á prjóninum. Þú prjónar nú eftir munstri og fækkar lykkjum í næstu umferðum með því að prjóna saman 2 lykkjur á mótum ristar og hæls á báðum hliðum. Passaðu að láta halla úrtökunnar vísa að ilinni. Þegar lykkjurnar eru aftur orðnar 45 er úrtökum lokið og þú prjónar áfram að tá.
Nú er komið að tánni. Prjónaðu hana í sama lit og hælinn.Passaðu að lykkjufjöldi sé réttur á prjónum áður en þú byrjar að prjóna hana. Það eiga að vera 11 lykkjur á 1., 2. og 3.
prjóni og 12 lykkjur á prjóni 4.
1.umf. Umferðin byrjar á miðju undir
ilinni. Prjónaðu slétt út umferðina.
2. umf. Úrtökuumferð:
- 1.prjónn (byrjun umferðar 11 lykkjur) Prjónaðu þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónaðu þær saman.
- 2.prjónn (12 lykkjur) Prjónaðu 1 lykkju, prjónaðu 2 lykkjur saman til vinstri (SSK), prjónaðu síðan hinar lykkjur prjónsins.
- 3. prjónn: Endurtaktu prjón 1.
- 4. prjónn: Endurtaktu prjón 2.
3.-4.umf. Slétt prjón án úrtöku.
5.umf. Endurtaktu 2.umf, úrtökuumferðina.
6-7.umf. Slétt prjón án úrtöku
8.umf. Endurtaktu 2.umf, úrtökuumferðina.
9.umf. Slétt prjón án úrtöku.
10.umf og áfram. Hér eftir eru allar umferðir
úrtökuumferðir (sjá 2.umf) þar til 6 lykkjur eru eftir á prjónunum. Slíttu þá
frá og dragðu þráðinn í gegnum lykkjurnar.
Þegar sokkaprjóninu er lokið er komið að því að sauma gogg á fuglinn og ganga frá endum.
Krafturinn í þér. Takk fyrir frábæra uppskrift. Hvaða stærð er þetta?
ReplyDeleteSokkarnir eru fyrir 8-10 ára.
ReplyDeleteFlottir sokkar .Takk firir uppskriftina. eg abiggi lega eftir að prjona eftir henni.hveðja Rosa Harðar
ReplyDeleteæðislegir sokkar
ReplyDeleteFlottir sokkar sem ég á örugglega eftir að prjóna á barnabörnin.
ReplyDeleteMjög fallegir sokkar. Takk kærlega fyrir upskriftina.
ReplyDeleteFlottir sokkar. Hlakka til að prjóna þá. Takk fyrir uppskriftina
ReplyDeleteTakk fyrir þetta og flottur hæll, ég ætla að prufa að gera hann. :)
ReplyDeleteFlottir sokkar takk fyrir uppskriftina ;)
ReplyDeleteFlottir sokkar :o) Takk fyrir mig!
ReplyDeleteÞetta er allt svo fallegt sama hvað þú gerir og takk fyrir þetta.
ReplyDeleteFlottir sokkar, má ég nota uppskriftina
ReplyDelete