Fyrir löngu sagði vinkona mín mér frá því að hún væri farin að prjóna sínar eigin borðtuskur. Ég varð hugsi og fannst þetta undarlegt. Mér fannst ótrúlegt að leggja vinnu í að gera tuskur og spurði hvort hún hefði ekkert þarfara við tíma sinn að gera. Hún sannfærði mig hins vegar um að tíma sínum væri vel varið í tuskuprjónið því þetta væru þær albestu tuskur sem hægt væri að hugsa sér.
Um daginn kom svo tímabil hjá mér þar sem orkan var engin eftir kennsluna og þegar undirbúningi næsta dags var lokið og verkefnabunki dagsins yfirfarinn var alltaf lítill tími eftir af kvöldinu og ég löngu hætt að ganga á öllum. Ég gat því ekki hugsað mér að prjóna neitt flókið og þaðan af síður eitthvað sem væri þungt á prjónunum. Ég tók mig því til og ákvað að nýta upp bómullargarn sem ég átti og prjóna borðstuskur. Næstu þrjú kvöld prjónaði ég því eingöngu borðtuskur, eina á kvöldi.
Til að tuskurnar litu nú sæmilega út ákvað ég að finna mér skemmtileg munstur í þær. Ég hafði garðaprjónskant utan um þær til að ramma munstrið svolítið inn. Í fyrstu tuskunni er bara prjónað slétt brugðið. Munsrið byggir á 12 umferðum. Framhlið munstursins er slétt prjón en á bakhlið er munstrið sjálft síðan prjónað. Í umferðum 2 og 4 er munstrið 2 sléttar og 5 brugðnar til skiptis en í umferðum 6, 8, 10 og 12 eru prjónaðar 2 brugðnar og 5 sléttar til skiptis út umferðina. Einfalt ekki satt?
Síðan prjónaði ég aðra tusku sem er í rauninni miklu betri en sú fyrri, að minnsta kosti fyrir þær sem ekki þola að sjá röngu á tusku. Já trúðu mér, mörgum prjónakonum finnst þetta leiðinlegt. Þetta munstur er 2 umferðir þar sem prjónuð er 1 slétt og 1 brugðin til skiptis og síðan 2 sléttar umferðir þ.e. einn garður. Þetta fannst mér virkilega gott tuskumunstur, einfalt, fljótleg, auðvelt og fallegt.
Svo prófaði ég að gera eina með gatamunstri. Ég valdi mér einfalt gatamunstur og prófaði. Þetta var fljótprjónað munstur sem maður lærði strax í fyrstu munsturendurtekningunni. Ég held að þetta sé kannski ekki besta tuskumunstrið en fallegt er það.
Núna á ég þrjár fínar tuskur. Það verður ekki leiðinlegt að skella sér í helgarhreingerninguna að þessu sinni.
Flott, ég hef notað mína bómullarafganga í þvottapoka :)
ReplyDeleteÉg lét mér líka detta það í hug en ákvað að fara þessa leið. Sjálf á ég þvottapoka sem mamma mín prjónaði handa mér fyrir löngu síðan. Þeir eru frábærir.
ReplyDeleteBestu borðtuskurnar :)
ReplyDeleteÞetta eru fallegar tuskur.Hef gert svona og átt í mörg ár.Mjög góðar.Þyrfti að nenna að gera þvottapoka.Takk fyrir að vera með svona skemmtilega síðu.
ReplyDeleteþetta er góð hugmynd, hef reyndar gert svona einhverntímann en ekki svona flottar.Saumaklúbbsvinkonur mínar eru mikið að prjóna eldhúshandklæði núna ;)
ReplyDeletekannast við prjónaða þvottapoka en ekki borðtuskur en best að prufa :)
ReplyDeleteFlott hugmynd.
ReplyDeleteFrábært hjá þér.
ReplyDeleteÞetta er bara æðislega flott hjá þér :)
ReplyDelete'Eg er búin að hekla margar tuskur með stjörnuhekli þær eru mjög góðar
ReplyDelete