Thursday, 24 April 2014

Útigalli í sumar- og sængurgjöf

Það er alltaf gaman að gefa fallegar gjafir. Þegar barn fæddist í fjölskyldunni um daginn fékk ég tækifæri til að prjóna eitthvað fallegt. Fyrir valinu varð útigalli úr dásamlega mjúku garni. Garnið er frá Knoll og kallast Coast. Í því er lambsull og bómull blandað saman og útkoman er frábær.


 Ég fann uppskrift og studdist við hana þótt ekki færi ég eftir henni á allan hátt. T.d. skipti ég algjörlega út munstrinu en hélt mig nokkurn veginn við lykkjufjölda og lengdarmælingar. En þótt ermarnar sýnist breiðar á myndinni eru þær það ekki, gallinn samsvarar sér mjög vel.
Munstrið fékk ég úr skemmtilegri bók sem ég á. Bókin kallast 200 Fair isle patterns og er algjör Biblía fyrir þá sem hafa gaman af því að leika sér með munstur.  

http://www.amazon.co.uk/200-Fair-Isle-Designs-Combination/dp/1844486923/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1398356928&sr=8-1&keywords=200+fair+isle+patterns


Munstrið í gallanum er sem sagt beint upp úr þessari bók nema kaflinn þar sem úrtökur komu á axlastykkið, þar þurfti ég að breyta og skálda. Litirnir eru hins vegar mitt val.


Til að litlir fingur myndu ekki flækjast í böndunum í munstrinu ákvað ég að vefja þau vel. Það er auðvitað svolítið seinlegra en kemur vel út.


Ég fékk Ásdísi vinkonu mína til að skella rennilásnum í þar sem hún er mjög vön slíku og gerið það vel. Síðan heklaði ég krabbahekl svo lásinn yrði ekki mjög áberandi og einnig til að jaðar hettunnar yrði fallegri.


Svo fannst mér upplagt að prjóna litla vettlinga. Þeir voru mjög hefðbundnir, hvítt slétt prjón og skreyttir með grænu krabbahekli og snúru sem endaði í laufblöðum. En ég gleymdi að taka myndir af þeim fyrir utan þessa þar sem þeir sjást liggja á gallanum.


Svo var gallinn þvegin og þurrkaður. Að lokum pakkaði ég herlegheitunum inn og færði nýbökuðum foreldrum.


5 comments:

  1. Hulda Guðmundsdóttir24 April 2014 at 16:45

    Þessi er glæsilegur,eins og allt annað hjá þér

    ReplyDelete
  2. Þetta er meiriháttar flott:-)

    ReplyDelete
  3. Svakalega fallegur hjá þér

    ReplyDelete
  4. Lína H. Jóhannsdóttir24 April 2014 at 20:51

    Gaman að lesa þetta og gallinn glæsileg flík fyrir lítinn pjakk.

    ReplyDelete


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.