Tuesday, 22 April 2014

Heklaður blómakragi




Rafræn uppskrift nr. 40

Stærð: Ein stærð
12,5 cm hár en auðvelt að láta hann ná hærra upp á hálsinn og lengra niður á bringu. Í uppskriftinni kemur fram hvar á að bæta við umferðum til að stækka hann. Hver umferð er u.þ.b. 0,9mm. Græni kraginn á myndinni aftast er 5 umferðum lengri.

Efni:    1 dokka Kartopu Basak eða Kar Sim.
En hægt er að nota alls konar annað
garn.

Heklunál:  Nr. 3,5 og 4  [Ég hekla frekar laust.
      [Bleiki kraginn er allur heklaður
      með nál nr. 4 en sá græni er með
      fyrri hlutann á 3,5 og seinni á 4.

Annað: Nál og skæri í fráganginn.

Skýringar
kl = Keðjulykkja.
ll = Loftlykkja.
fp = Fastapinni.
hst = Hálfstuðull.
2 st = Stuðull.
umf = Umferð.

7Fastapinni í upphafi umferðar. Stungið er undir fyrsta stuðulinn hægra megin og upp vinstra megin en nálinni er ekki stungið efst í hann eins og venja er.

88%% Stuðlastroff. Tveir upphleyptir stuðlar þar sem nálinni er krækt undir stuðulinn framan frá hægra megin við hann og upp vinstra megin við hann í stað þess að stinga í hann efst eins og venja er og aðrir tveir þar sem nálinni er krækt á sama hátt utan um stuðulinn aftan frá á stykkinu. 



Aðferð
Kraginn og ennisbandið er hekluð með heklstroffi. Stroffið er byggt á 4 stuðlum sem heklaðir eru á þann hátt að tveir eru heklaðir þannig að nálinni er stungið framan frá undir stuðul öðrum megin og upp hinum megin við hann og aðrir tveir þar sem nálinni er stungið undir stuðlana frá bakhliðinni (aftan frá).
Á youtube.com má sjá myndbönd sem sýna aðferðina s.s. þetta hér sem sýnir 1+1 stoff en 2+2 er notað í uppskrifinni: https://www.youtube.com/watch?v=sIYHaOXRqgI


Stuðlastroff


Tveir upphleyptir stuðlar. Tveir stuðlar heklaðir neðna frá.


Kragi
Myndin sýnir 1 munstur í kraganum en samtals er það endurtekið 16 sinnum. Þar sem það er útaukning í munstrinu eru höfð bil í teikningunni sem ekki koma fram í heklinu sjálfu.  Stuðull sem sýndur er beint fyrir ofan annan er heklaðu í stuðul en þegar enginn stuðull er undir stuðli á myndinni er um útaukningu að ræða.  16 munstur eru í hverri umferð og lesið er ofan frá frá vinstri til hægri. Hægt er að gera kragann þrengri eða víðari en þá þarf að fækka eða fjölga lykkjum um 4, þ.e. heilt munstur.


2       222      1.umf
8       8%%      2.-8.umf (má fjölga)
8   2   8%%                        9.umf.
8 2 8 2 8%%      10.umf
8 % 8 % 8%%      11.umf (má fjölga)
82 282 28%%                        12.umf
8% %8% %8%%                        13.umf (má fjölga)

Fitjaðu upp mjög laust 64 loftlykkjur og tengdu saman í hring. Gott er að nota heklunál sem er 1-2 númerum stærri en sú sem á að hekla með.

1. umf. 2222
Heklunál nr. 3,5. Heklaðu 3 loftlykkjur (=1 st) og heklaðu síðan stuðla í allar loftlykkjurnar (= 64 st). Tengdu með keðjulykkju efst í efstu loftlykkjuna.

Ath. Allar umferðir byrja á tengingu sem er ígildi fyrsta stuðuls. Svona ferðu að: Tengdu saman með keðjulykkju í lok umferðar. Heklaðu  1 fp með því að krækja nálinni undir loftlykkjurnar þrjár sem eru ígildi fyrsta stuðuls. Bættu við 2 ll.


2.- 8. umf.  88%% (Það er í góðu lagi að fjölga umferðum til að hækka kragann)
Heklunál nr. 3,5. Hvert munstur í kraganum eru 4 lykkjur og heklað á þennan hátt: *Heklaðu stuðlastroff, 2 upphleypta stuðla sem kræktir eru undir stuðlana framan frá og 2 sem krækt er undir stuðlana frá bakhlið.*  Endurtaktu þetta allan hringinn og tengdu með keðjulykkju í lok umferðar. Heklaðu samtals 7 svona umferðir eða fleiri viljir þú hafa kragann hærri upp í hálsinn.
(= 64 st)
9. umf. 828%%
Heklunál nr. 4 hér eftir. Nú er komið að fyrstu útaukningu. Einum stuðli er bætt við hvert munstur og verða því 5 stuðlar í hverju munstri. Heklaðu upphafsstuðulinn. Heklaðu því næst einn stuðul í gatið milli fremstu stuðlanna tveggja. Heklaðu síðan einn upphleyptan stuðul þar sem nálinni er stungið undir stuðulinn framan frá. Heklaðu því næst tvo stuðla þar sem þú krækir nálinni undir stuðlana aftan frá. Endurtaktu þetta út umferðina og ath. að í stað upphafsstuðulsins gerir þú stuðul þar sem þú stingur nálinni undir stuðulinn ofan frá.
(= 80 st)

10. umf. 82828%
Í þessari umferð eykur þú út í annað sinn og nú verða samtals 7 stuðlar í hverju munstri. Þú bætir tveimur stuðlum við með því að hekla einn stuðul á milli stuðuls 1 og 2 og annan á milli stuðuls 2 og 3.  Svona ferðu að: Heklaðu 1 upphleyptan stuðul, 1 stuðul á milli st. 1&2, 1 upphleyptan stuðul, 1 stuðul á milli 3&4 og 1 upphleyptan stuðul. Heklaðu því næst tvo stuðla aftan frá. (= 112 st)

11. umf.    8%8%8%%
Í þessari umferð er engin útaukning. Þú byrjar á að gera *[1 upphleypta stuðul, 1 stuðul aftan frá]x2, 1 upphleyptan stuðul og 2 aftan frá*. Endurtaktu þetta út umferð. [Bættu við 1-2 umferðum til að síkka kragann ef þú vilt.]
(= 112 st)

12. umf. 8228228%%
Í þessari umferð eykur þú út í þriðja skiptið og nú verða 9 stuðlar í munstri. [Heklaðu 1 upphleyptan stuðul og heklaðu síðan tvo stuðla á milli næstu tveggja stuðla (þ.e. einn hvorum megin við stuðulinn sem þú heklaðir aftan frá í umferðinni á undan.) ]x2. Heklaðu síðan 1 upphleyptan stuðul í þriðja upphleypta stuðulinn og tvo stuðla aftan frá þ.e. aftan í tvo síðustu stuðlana í munstrinu.
(= 144 st)


13. umf. 8%%8%%8%%
Í síðustu umferðinni er engin útaukning. Þú heklar ýmist upphleypta stuðla eða stuðla sem heklaðir eru aftan frá í alla stuðla út umferðina. Hvert munstur er svona: [1 upphleyptur stuðull, 2 aftan frá]x3. Ef þú vilt láta kragann vera síðari bætir þú við umferðum hér. [Bættu við 2-4 umferðum til að síkka kragann.]
(= 144 st)




 
Blóm

Fitjaðu upp 21 loftlykkju.

  1. umf. Heklaðu stuðul í 5. loftlykkju frá nálinni. *Hoppaðu yfir 1 loftlykkju. Heklaðu 1 stuðul, 2 loftlykkjur og 1 stuðul í næstu loftlykkju. Endurtaktu þetta út umferðina. Endaðu á að gera 1 loftlykkju.

  2. umf. Heklaðu 5 stuðla og 1 fastapinna í fyrstu þrjá loftlykkjubogana. Heklaðu 6 stuðla og 1 fastapinna í næstu þrjá og 7 stuðla og 1 fastapinna í síðustu þrjá.

Rúllaðu blóminu upp og festu það með nokkrum sporum að neðanverðu. Heklaðu samtals 8 blóm og saumaðu á kragann í annað hvert útaukningarlauf.

Laufblöð
Fitjaðu upp 11 loftlykkjur.
  1. umf. Heklaðu 1 fastapinna í aðra loftlykkju frá nálinni. Heklaðu síðan í næstu 10 loftlykkjur: 1 fp, 1 hst, 6 st, 1 hst, 1 fp.
  2. umf. Eins og 1. umf. nema heklað er hinum megin í fastapinnana en ekki ofna á það sem heklað var í 1. umf.


Ennisband
Auðvelt er að gera ennisband með stuðlastroffi. Best er að mæla höfuðmál þess sem á að nota bandið. Mundu að þú þarft að hafa 4 lykkjur fyrir hvern stuðlamunsturhluta. Mundu eftir að loftlykkjurnar sem þú gerir í upphafi verða að vera það lausar að þær komist utan um höfuðið, þær gefa ekki vel eftir.
Fitjaðu mjög laust  upp 64 lykkjur. Heklaðu umf. 1 og síðan umf. 2 níu sinnum. Heklaðu einnig eina rós og tvö laufblöð til að punta bandið eða skreyttu það með köntum úr öðru garni eða sama garni.




Græni kraginn er heklaður úr Kar Sim frá Kartopu. Hann er hafður 5 umferðum lengri en gefið er upp í grunnuppskriftinni. Bætt var við 2 umferðum við upphafskaflann (umf.2-8), 1 umf. var bætt við eftir 11.umf. (eins og hún) og síðan var 2 umf. bætt við í lokin. Sami lykkjufjöldi er á þessu kraga og á bleika kraganum.

Heklað var með fastapinnum á alla kanta með Katía Topi Print (fæst í Föndru).

2 comments:

  1. Frábært,takk kærlega fyrir

    ReplyDelete
  2. Takk kærlega fyrir þetta. Alveg meiriháttar sumargjöf.

    ReplyDelete


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.