Tuesday, 11 March 2014

Blekkingarprjón sem myndar rendur



Þá er að halda áfram að kynna ykkur blekkingarprjónið sem mér er reyndar tamara að kalla brelluprjón. En hvað um það. Í þessum  hluta ætla ég að sýna ykkur hvernig á að mynda rendur.

 

Láréttar rendurnar mynda skemmtilegan vinkil í prjónið. Munstrið kemur vel í ljós þegar rétt sjónarhorn er valið.

Ef horft er beint framan á prjónið lítur það svona út.


Rangan getur líka verið mjög skemmtileg, ekki síst þegar prjónaðir eru reglulegir fletir eins og í þessu munstri.

Ég hef prjónað þetta munstur úr sæmilega grófu bómullargarni á prjóna nr. 3,5-4. Þá fæ ég út stykki sem er hentug stærð til að nota sem pottalepp.

En svolítið um munstrið. Hver umferð í sýnir sem fyrr 1 garð. Fyrri umferð garðsins er alltaf prjónuð slétt en í seinni umferðinni er munstrið prjónað. Taktu eftir því að ef prjónað er slétt í annarri umferðinni eru sömu lykkjur prjónaðar sléttar í þeirri næstu. Hvítur liturinn í munstrinu sýnir hvar á að prjóna brugðið en litaða fleti skal alla prjóna slétta.
 
Verkefni 2
1. garður: Ljósari liturinn: Fitjðu upp 35 lykkjur og settu um leið prjónamerki með 5 lykkju millibili. Snúðuvið.

2. garður: Dekkri liturinn: Prjónaðu 5 brugðnar lykkjur, 5 sléttar, 5 brugðnar, 5 sléttar, 5 brugðnar, 5 sléttar, 5 brugðnar. Snúðu við.

3. garður: Ljósari liturinn: Prjónaðu 5 sléttar lykkjur, 5 brugðnar, 5 sléttar, 5 brugðnar, 5 sléttar, 5 brugðnar, 5 sléttar. Snúðu við.

4.-34.garður: Umferðir 2-3 eru endurteknar. Prjónaðu eftir munstrinu.

3 comments:

  1. Sæl og takk fyrir :)
    mér finnst þetta mjög áhugavert og gaman að sjá hvað er hægt að gera allskonar sem maður hefur ekki haft hugmyndaflug til að prófa, og ekki prjónað annað en hefðbundið prjón

    ReplyDelete
  2. Þetta er alveg ótrúlegt og gaman að prófa takk fyrir

    ReplyDelete
  3. Nú verður haldið áfram í prufum, bara gaman, takk fyrir.

    ReplyDelete


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.