Þegar ég lærði að prjóna hélt ég að það fitjuðu allir upp á sama hátt og aðeins ein aðferð væri til. Það er auðvitað langt síðan þetta var og í þá daga var heimurinn frekar svarthvítur hjá mér, a.m.k. miðað við það sem nú er. Svolítið seinna komst ég að því að tvær aðferðir voru notaðar, húsgangsfitin sem ég lærði og gullfitin sem sumar konur sem ég þekkti notuðu. En hvað um það, núna mörgum árum seinna, veit ég að fitin eru fjölmörg og að ég kann aðeins lítið brot af þeim sem til eru (og kann ég þó ekkert sérlega fá).
Um daginn kynntist ég svo nýrri aðferð við að fitja upp. Aðferðin er ættuð frá Eistlandi. Þar er á ferðinni sérlega áhugaverð fit þar sem hún er svo teygjanleg og svo er hún líka svo falleg. Og ekki skemmir fyrir að það er einstaklega einfalt að gera hana. Já, og svo smellpassar hún í sokkaprjónið hjá mér. En þessa dagana er ég auðvitað að prjóna sokka fyrir veturinn.
Í rauninni má segja að eistneska uppfitin sé blanda af tvenns konar uppfitjum, húsgangsfit og annarri sem er mjög svipuð henni.
Svona ferðu að þegar þú fitjar upp:
Búðu til lykkju á prjóninn og hafðu langan enda á prjóninum. Smeigðu síðan bandinu milli vísifingurs og þumalfingurs. |
Dragðu bandið út og þá sérðu að lykkja myndast við þumalfingurinn. Stingdu prjónaoddinum inn í hana neðan frá og sæktu bandið sem er um vísifingur (venjulegt húsgangsfit/einfalt fit) |
Taktu eftir að lykkjurnar mynda einhvers kona pör. |
Svo er bara að prófa sig áfram. Hver veit nema þetta verði uppáhaldsfitin þín þegar þú hefur tileinkað þér hana.
Alltaf gaman að læra nýja uppfit
ReplyDelete