Í gær eftir að ég sendi út uppskriftina að Sumarsamprjóni Prjónakistunnar með áttablaða rósinni fitjaði ég upp á mínum vettlingunum því auðvitað ætla ég að njóta þess að vera með.
Ég keypti mér tvo liti af Kambgarni sem mér fannst ögrandi að prjóna úr vegna þess að þeir eru svo langt frá því að vera það sem hefðbundið getur talist í slíkum vettlingum. Stundum er nefnilega svo skemmtilegt að gera eitthvað öðruvísi en maður er vanur. Þegar Jónína langamma prjónaði svona vettlinga í den voru þeir almennt, svartir, rauðir eða bláir ásamt hvíta litnum sem hún notaði alltaf (að ég held) og þannig sýnist mér að algengast sé að prjóna þá enn þann dag í dag.
Ég fitjaði upp með heklaðri fit sem ég rek síðan upp þegar kemur að því að prjóna stroffið. Mig langaði nefnileg að byrja strax á munstrinu og sjá hvernig það kemur út. Og viti menn ég er bara sátt.
Flottir hjá þér. Mínir verða klassískir svartir með rauðri rós sannkallaðir jólavettlingar. Ég er svo gamaldags að ég byrjaði á stroffinu og er búin með stroffið á öðrum vettlingnum :-)
ReplyDelete