Að lita garn getur verið skemmtilegt. Í morgun rakst ég á nokkur Kool Aid bréf uppi í skáp hja mér sem ég keypti einhvern tímann fyrir löngu. Og þar sem ég átti hespu af einbandi ákvað ég að nú væri kominn tími til að prófa að búa til marglitt band.
Ég skellti hespunni í pott á eldavélina og bætti við vatni svo það svona rétt flaut yfir hespuna. Svo kveikti ég undir og beið þar til suðan var við það að koma upp. Á meðan ég beið sótti ég litlar krukkur og setti litina fjóra sem ég ætlaði að nota í þær. Svo setti ég svolítið vatn í krukkurnar og hitaði þær í örbylgjunni.
Þegar sauð í pottinum tók ég hann af hellunni og hellti litunum útí, einum í einu og passaði að hreyfa pottinn ekki né hræra í vatninu. Svo beið ég þar til vatnið var orðið nokkuð tært. Það var ekki langur tími, kannski 5 mínútur. Þá setti ég hespuna í plastílát og hitaði um stund í örbylgjunni. Útkoman var skemmtileg og litirnir í garninu miklu fleiri en ég hafði sett útí þar sem að hluta til blönduðust þeir.
Grænir litir.
Orange litir og út í brúnt.
Rauðleitir og fljólubláir litir.
Nú þegar garnið er tilbúið þarf ég að finna mér skemmtilega sjalauppskrift til að prjóna.
Ég velti því líka fyrir mér hvernig við fólk lítur út að innan þegar það drekkur þessa litsterku drykki sem eru jú fyrst og fremst ætlað til drykkjar en ekki litunar.
No comments:
Post a Comment
Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.