Einu sinni var ég með leyniprjón á síðu Prjónakistunnar. Á hverjum degi í nokkra dag gaf ég upp lítinn bút af því sem var verið að prjóna. En svo líður tíminn og hlutirnir gleymast. Áðan rakst ég á uppskriftina í tölvunni hjá mér og finnst tilvalið að skella henni hér svo hún gleymist ekki alveg. Ég læt dagana fylgja hér með ef einhver hefur áhuga á að prjóna þetta í litlum skömmtum.
|
Ævintýraprjón
nr. 2
|
Prjónar
Hringprjónn
4 , 40 cm langur
Prjónfesta
22
lykkjur = 10 cm
Garn
og áætluð garnþörf
Margs
konar milligróft garn er hægt að nota s.s. Coast, Smart, Karisma o.fl.
Litir:
A – ljósgrátt
B – Rautt
C – dökkgrátt
D – svart
E – hvítt
Undirbúingur
4 litir af garni fara í verkefni en hægt er að nota fleiri ef vill.
Þegar valdir eru litir skiptir miklu máli að þeir greini sig vel hver
frá öðrum.
Dagur 1
Fitjaðu upp 108 lykkjur með lit A (aðallit) og
tengdu saman í hring.
- Prjónaðu 3 brugðnar umferðir með lit A. En athugaðu samt áður að ef þú nennir ekki að prjóna brugðið áttu að fara að eins og ég er vön að gera, þ.e. að prjóna slétt prjón þessar þrjár umferðir og snúa svo prjóninu við þannig að það slétta snúi inn (rangan) en það brugðna út (réttan). Þegar því er lokið skaltu passa að garnendinn sé á röngunni. Ekki slíta frá.
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með lit B (1.aukalit)
Dagur 2
- Prjónaðu 1 slétta og 3 brugðnar umferðir með lit C. (Mundu að þú getur losnað við að prjóna brugðið með því að snúa við eftir 1. umferðina. Þú prjónar þá slétt á rögunni og færð þannig. Þannig brugðið á réttunni).
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með með lit B
Dagur 3
- Prjónaðu 1 slétta og 3 brugðnar umferðir með lit D
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með með lit B
Dagur 4
Í dag er prjónað munstur samkvæmt
teikningunni, allt með sléttu prjóni. Ef þér hættir til að prjóna
tvíbandamunstur fastar en slétt prjón væri ekki úr vegi að skipta um
prjónastærð og fara í hálfu númeri stærri.
- Prjónaðu munstrið á myndinni. Auður reitur táknar lit A (aðallit) en reitur með X táknar munsturlit C sem er seinni munsturliturinn ef þú ætlar að nota tvo munsturliti í verkefninu. Ef þú hins vegar er með marga liti skaltu byrja á nýjum munsturlit og skipta svo aftur um mynsturlit þegar þú hefur prjónað fjórar umferðir.
Dagur 5
- Prjónaðu munstrið á myndinni eins og í gær. X táknar lit D en auði flöturinn lit E.
Dagur 6
- Prjónaðu 1 slétta umferð með lit A (aðallit).
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með lit B (fyrri aukalitnum ef tveir eru notaðir)
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með lit A.
- Prjónaður 3 sléttar umferðir með lit B
- Prjónaðu 1 slétta umferð með lit A
- Prjónaðu fyrstu fjórar umferðirnar af munstrinu sem þú prjónaðir í gær. Ef þú ert með tvo munsturliti prjónar þú eins og síðast þegar þú prjónaðir munstrið með lit C og aðallit.
Dagur 7
- Prjónaðu 12 umferðir af munstrinu (já einmitt þú endurtekur umf. 1-4 þrisvar sinnum og þetta er framhald frá því í gær). Þá ertu sem sagt komin með 4 munsturendurtekningar eins og í munsturkaflanum sem þú prjónaði á degi 4 og 5. Ef þú ert með tvo munsturliti prjónar þú eins og síðast þegar þú prjónaðir munstrið með lit C og aðallit. Annars skiptir þú um liti eftir hverjar 4 umf. eða lætur hugmyndarflugið ráða skiptingunni.
- Prjónaðu 1 slétta umferð með lit A (aðallit).
Dagur 8
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með lit B.
- Prjónaðu 1 slétta og 3 brugðnar umferðir með lit A.
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með lit B.
Dagur 9
- Prjónaðu 1 slétta og 3 brugðnar umferðir með lit A.
- Prjónaðu 3 sléttar umferðir með lit B.
- Prjónaðu 1 slétta og 3 brugðnar með lit A.
- Felldu af.
No comments:
Post a Comment
Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.