Sunday, 12 January 2014

Prjónaskapurinn - vikur 1 og 2

Nú eru fyrstu tvær vikur ársin að baki og allt er að byrja að ganga sinn vana gang. Skólinn er byrjaður og undirbúningur fyrir önnina búinn að vera á fullu. En á milli þess sem ég er í vinnunni get ég þó prjónað eitthvað.

Fyrst fannst mér að ég hefði ekkert prjónað af viti þessar vikur en þegar betur er að gáð hefur þó eitthvað gerst. Ég hef nefnilega prjónað eina sokka fjögur sjöl og einn kraga.

Fyrst byrjaði ég á að prjóna lopasokka á krakka. Ég valdi mér svartan lopa þar sem hann var við hendina og tvo gráa liti með. Þar sem lopi er ekki hentugur upp á endinguna ákvað ég að prjóna hælinn tvöfaldan og hafa munstur á framleistanum til að sokkarnir yrðu tvöfaldir þar og entust örlítið lengur.




 
Þegar sokkarnir voru klárir byrjaði ég sjalaprjónið. Fyrst prjónaði ég Vinkonusjal úr svörtu garni með glitþræði og mislitum krulluþráðum. Þegar blúndan var tilbúin rúllaði ég henni upp í blóm og tók mynd.


Svo aðra þegar sjalið sjálft var tilbúið. Erfitt reyndist að mynda sjalið við þau birtuskilyrði sem voru vegna glitþráðarins. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg nógu ánægð með útkomun á sjalinu með þessu garni þar sem einn þráðurinn í garninu, sá litskipti, er krullaður og kemur ekki nógu vel út í garðaprjóni.


Þegar því var lokið skellti ég mér í annað Vinkonusjal og nú prjónaði ég úr Léttlopa sem Valdís vinkona mín litaði. Þar sem ég var ekki með nægilega mikinn lopa í heilt sjal ákvað ég að bæta inn í hann mórauðum lopa með óreglulegu millibili. Útkoman var flott þótt þessi litirnir í sjalinu séu kannski ekki þeir sem ég gæti klæðst. En ég hlýt að finna  vinkonu sem vill fá sjalið.


Svo fór ég að gera tilraunir með litgörótta ull og prjónaði tvö sjöl. Fyrst prjónaði ég sjal sem var með mjög mörgum litum.



Síðan annað með færri litum. Uppskriftin er ennþá í vinnslu hjá mér og því læt ég duga að setja aðeins myndir hér sem sýna litina í sjalinu en sleppi myndum af sjalinu sjálfu þótt ég sé í rauninni miklu ánægðari með þær en þessar.



Myndir af kraganum sem ég prjónaði geymi ég til betri tíma. 


Svo eins og áður, ef þú vilt gleðja mig þá kvittaðu hér fyrir neðan eftir lesturinn. Þú velur einfaldlega flipann ,,Heiti / vefsíða," skráir þar nafnið þitt og svo getur þú skrifað að vild.

8 comments:

  1. Þvílíkur dugnaður. Bloggið er flott með myndum.

    ReplyDelete
  2. Þú ert nú meiri dugnaðar forkurinn.Fellur aldrei verk úr hendi. Það verður gaman að fá að fylgjast með blogginu þínu og sjá myndirnar. Sjálf kann ég ekki að setja inn myndir. En mér finnst mjög gaman að sjá myndir frá handavinnukonum.

    ReplyDelete
  3. Frábært blogg. Gaman að fá að fylgjast með.Svakalegur dugnaður að prjóna allt þetta með vinnu.
    Kv. Kristrún Kr.

    ReplyDelete
  4. Unnur Ingadóttir12 January 2014 at 14:36

    Þetta er frábært hjá þér. Það er svo gaman að fylgjast með því sem fólk er að gera.
    Ég kann ekki að setja inn myndir en það kemur eflaust einhvern tímann.

    Kv. Unnur I.

    ReplyDelete
  5. Guðný Sölvasóttir12 January 2014 at 16:08

    Flott

    ReplyDelete
  6. Gaman að lesa og sjá handverk eftir aðra þegar maður hefur ekki nógu mikinn tíma til þess að vera duglegur sjálfur, þetta brýtur upp langa daga fyrir framan tövunna í lærdómi :)

    ReplyDelete
  7. Flott lesning hjá þér :)

    ReplyDelete
  8. Allt svo fallegt sem þú ert að vinna að....takk fyrir að sýna okkur öllum....kemur af stað löngun til að reyna að vinna eitthv líka......Vinkonusjalið mallar á prjónunum hjá mér...er spennt að vita hvort hespan dugar.......:)

    ReplyDelete


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.