Salómonshekl, er líka kallað Salómonshnútur. Einnig ber heklið nafnið Hnútur elskendanna þar sem hann er svo fallega tengdur saman. Hægt er að hekla þetta hekl í ferhyrntum flötum en einnig í þríhyrning. Það er tiltölulega auðvelt að hekla eftir þessari aðferð.
Salómonshnútur
1. Dragðu lykkjuna sem er á nálinni upp
í þá lengd sem þú vilt hafa á henni (t.d. 2 cm).
2. Sæktu
bandið.
3. Dragðu bandið í gegnum
lykkjuna.
4.
Stingdu heklunálinni á milli löngu lykkjunnar og bandsins fyrir aftan.
Sæktu bandið.
6. Sæktu bandið aftur og dragðu það í gegnum báðar lykkjurnar. Nú
hefur myndast fastapinni í lykkjunni.
7. Endurtaktu þar til réttum fjölda er náð
8. Þegar þú heklar til baka
stingur þú nálinni inn í litla hnútinn sem er milli löngu lykkjanna og gerir þar
fastapinna. Teldu 3 langar lykkjur og gerðu síðan fastapinna í hnútinn á milli
3 og 4 löngu lykkju.
Heklaðu fastapinna í 4. hnútinn,
talið frá heklunálinni (sjá leiðbeiningar 8). *Heklaðu tvö munstur í viðbót með
því að endurtaka leiðbeiningar 1-7 tvisvar sinnum. Hoppaðu yfir 2 munstur (1
hnút og tvær langar lykkjur) og gerðu fastapinna í næsta hnút.* Endurtaktu frá
* til * þar til þú ert komin út á enda.
Síðasti fastapinninn kemur í hnútinn sem myndaðist þegar þú gerðir fyrsta
fastapinnann upphafi umferðarinnar. Snúðu við.
Heklaðu 3 munstur með því að
endurtaka leiðbeiningar 1-7 þrisvar sinnum. Heklaðu fastapinna í fyrsta hnút
umferðarinna. *Heklaðu 2 munstur, hoppaðu yfir tvö munstur og heklaðu
fastapinna í næsta hnút.* Endurtaktu frá
* til * þar til þú ert komin út á enda.
Endurtaktu síðustu umferð þar
til réttri lengd er náð á treflinum/sjalinu.
Hyrna
1. umf. Byrjaðu á 2 loftlykkjum og einum fastapinna í fremri loftlykkjuna. Gerðu þá salómonshnútakeðju, alls fjögur munstur og tengdu í hring með fastapinna. (Snúðu við)
2. umf. Gerðu 3 munstur og tengdu með fastapinna í 3. hnút frá uppfiti. *Gerðu 2 munstur og tengdu með fastapinna* í 2. hnút frá uppfiti. Gerðu eitt munstur og tengdu með fastapinna í lykkjuna sem er samsíða þessari. (Snúðu við).
3. umf. og áfram: Gerðu 3 munstur og tengdu með fastapinna í fyrsta hnút umferðarinnar
(sá sem skagar fyrst upp). *Gerðu 2 munstur og tengdu með fastapinna.*
Endurtaktu frá * til * þar til þú ert komin út á enda. Gerðu þá þrjú munstur og tengdu. Gerðu eitt
munstur og tengdu með fastapinna í lykkjuna sem er samsíða þessari. (Snúðu
við).
1. umf. Byrjaðu á 2 loftlykkjum og einum fastapinna í fremri loftlykkjuna. Gerðu þá salómonshnútakeðju, alls fjögur munstur og tengdu í hring með fastapinna. (Snúðu við)
2. umf. Gerðu 3 munstur og tengdu með fastapinna í 3. hnút frá uppfiti. *Gerðu 2 munstur og tengdu með fastapinna* í 2. hnút frá uppfiti. Gerðu eitt munstur og tengdu með fastapinna í lykkjuna sem er samsíða þessari. (Snúðu við).
Þú getur fundið myndband sem sýnir þér heklið hér.
Svo finnur þú sýnikennslu í kjólahekli með Salómonshnút hér.
flott lærdi tetta af yndisegri konu tegar eg var i endurhæfingu eftir bilslis
ReplyDeleteRosa gaman að hekla þetta.
ReplyDeleteMig minnir að á norskunni sé þetta kallað englahekl....
Kv. Eybjörg.
Frábær kennsla í þessu hekli, ætla að prófa þetta við fyrsta tækifæri...takk, takk fyrir ,kv Ditta.
ReplyDelete