Saturday, 2 June 2012

Rendur

Stundum er veðrið svo gott að mér reynist ómögulegt að festa mig við tölvuna. Undanfarið hefur verið svona veður, endalaus sól og blíða. Þess vegna hef ég ekki bloggað um tíma. Þess í stað hef ég verið dugleg við að sitja úti með prjónana. Eitt að því sem ég hef verið að prjóna eru vettlingar með röndum. 

Eitt skiptið sem ég sat úti fór ég að hugleiða að það gengur ekki öllum jafn vel með að tengja rendurnar þannig saman að útkoma verðið falleg. Skilin á röndunum vilja nefnilega oft verða ljót og óprýði á því sem rendurnar annars ættu að prýða

En það eru til nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að þetta sé svona. Ef við tökum fyrstu lykkjuna óprjónaða fram af losnum við við þessi ljótu skil. Hér má sjá hvernig farið er að þessu. Látið ekki trufla ykkur að konan á myndbandinu prjónar ekki á sama hátt og við gerum flestar.
Á þessu myndbandi má sjá hvernig bandið sem verið var að prjóna með er lagt þegar skipt er um liti og rendur prjónaðar í hringprjóni. Það skiptir nefnilega máli hvernig við leggjum bandið þegar við skiptum um lit.


Annað vandamál með rendur er þegar þær eru prjónaðar í stroff. Litskiptin verða nefnilega ekki mjög falleg. Ef þú prjónar alla fyrstu umferðin í nýja litnum slétta færðu hreina rönd og fallega.

1 comment:


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.