Í dag hekla ég þó ekki mikið nema helst sjöl og alls konar prufur. Prufurnar eru ýmist hekl sem ég lærði áður og einnig það sem ég hef verið að læra á netinu í dag. Ég geri prufur til að átta mig á heklinu og sjá til hvers það er nýtilegt. Heklið sem ég ætla að sýna ykkur í dag gæti t.d. sómst sér vel í langsjali og einnig er þetta hekl vel nothæft í teppi.
Prufa 1
Fitjaðu upp loftlykkjur sem eru margfeldi af 10 og bættu 5 loftlykkjum við. Í prufunni er ég með er ég 45 loftlykkjur.
1. umferð: Heklaðu 5 tvöfalda stuðla (og gerðu þann fyrsta í 5. loftlykkju frá nálinni.) Hoppaðu yfir 4 loftlykkjur og gerðu 1 tvöfaldan stuðul í næstu loftlykkju. Endurtaktu þetta út umferðina.
2. umferð: 4 loftlykkjur, *5 tvöfaldir stuðlar um loftlykkjubandið, 1 tvöfaldur stuðull í 5. stuðul (síðasta stuðulinn), 4 loftlykkjur.* Endurtaktu frá * til * út umferð. Endaðu á að gera 1 tvöfaldan stuðul í næstu loftlykkju við.
3. umferð og áfram. Nú á að endurtaka umf. 2 þar til réttri lengd er náð. Eftir að heklaðar hafa verið 8 umferðir er prufan orðin svona.
Prufan var hekluð á heklunál nr. 3 úr baby garni. Hæðin á prufunni reyndist 17 cm og breiddin 15 cm.
Endilega kvittið svo hér fyrir neðan eða á facebooksíðu Prjónakistunnar svo ég sjái hvort þið hafið einhverja ánægju af þessu bloggi mínu.
ekkert smá flott :)
ReplyDeleteTakk fyrir það. Mér finnst þetta einfalda en skemmtilega hekl líka mjög flott.
DeleteHelllo mate great blog post
ReplyDelete