Sunday, 19 May 2013

Heklbókin mín - prufa 1

Þegar ég var yngri hafði ég einstaka aðdáun á hvers kyns hekli. Ég heklaði líka heil ósköp á þeim tíma. Á þessu hekltímabili mínu heklaði ég t.d. mjög marga dúka af öllum stærðum og gerðum. Þeir voru svo skemmtilegir og maður lærði alltaf eitthvað nýtt þegar maður heklaði þá. 

Í dag hekla ég þó ekki mikið nema helst sjöl og alls konar prufur. Prufurnar eru ýmist hekl sem ég lærði áður og einnig það sem ég hef verið að læra á netinu í dag. Ég geri prufur til að átta mig á heklinu og sjá til hvers það er nýtilegt. Heklið sem ég ætla að sýna ykkur í dag gæti t.d. sómst sér vel í langsjali og einnig er þetta hekl vel nothæft í teppi.

Prufa 1

Fitjaðu upp loftlykkjur sem eru margfeldi af 10 og bættu 5 loftlykkjum við. Í prufunni er ég með er ég 45 loftlykkjur.



1. umferð: Heklaðu 5 tvöfalda stuðla (og gerðu þann fyrsta í 5. loftlykkju frá nálinni.) Hoppaðu yfir 4 loftlykkjur og gerðu 1 tvöfaldan stuðul í næstu loftlykkju. Endurtaktu þetta út umferðina.


2. umferð: 4 loftlykkjur, *5 tvöfaldir stuðlar um loftlykkjubandið, 1 tvöfaldur stuðull í 5. stuðul (síðasta stuðulinn), 4 loftlykkjur.* Endurtaktu frá * til * út umferð. Endaðu á að gera 1 tvöfaldan stuðul í næstu loftlykkju við.


3. umferð og áfram. Nú á að endurtaka umf. 2 þar til réttri lengd er náð. Eftir að heklaðar hafa verið 8 umferðir er prufan orðin svona.


Prufan var hekluð á heklunál nr. 3 úr baby garni. Hæðin á prufunni reyndist 17 cm og breiddin 15 cm.

Endilega kvittið svo hér fyrir neðan eða á facebooksíðu Prjónakistunnar svo ég sjái hvort þið hafið einhverja ánægju af þessu bloggi mínu. 

3 comments:

  1. Replies
    1. Takk fyrir það. Mér finnst þetta einfalda en skemmtilega hekl líka mjög flott.

      Delete
  2. Helllo mate great blog post

    ReplyDelete


Það er alltaf gaman að lesa athugasemdir ykkar við færslurnar mínar svo endilega skrifið smá skilaboð til mín.